Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samgladdist vinningshafanum sem vann 11,5 milljónir - reyndist vera hann sjálfur
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 13. desember 2021 kl. 10:30

Samgladdist vinningshafanum sem vann 11,5 milljónir - reyndist vera hann sjálfur

Það varð óvænt uppákoma á ónefndum vinnustað í Reykjanesbæ núna í desember. Karlmaður um sextugt og íbúi í Reykjanesbæ, heyrði af því á kaffistofunni í vinnunni að heppinn Íslendingur hefði hreppt 2. vinning í Vikinglotto, um 11,5 milljónir króna. Í spjalli við vinnufélagana samgladdist maðurinn vinningshafanum innilega yfir að hafa hreppt slíkan vinning í aðdraganda jólanna en datt um leið í hug að athuga sinn eigin miða – sem þá reyndist sjálfur milljónamiðinn. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024