Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 27. apríl 2002 kl. 17:30

Samfylkingin vill bjóða fríar skólamáltíðir

Samfylkingin í Reykjanesbæ kynnti stefnuskrá listans á fundi með félagsmönnum sínum í dag. Þá voru léttar veitingar í boði en einnig var opnuð heimasíða Samfylkingarinnar í tilefni kosninga.Stefnuskrá Samfylkingarinnar einkennist af jöfnunm tækifærum fólksins. Stefnuskráin er samin með áherslur og vilja fólksins í fyrirrúmi og vilja frambjóðendur auka þátt almennings í áhrifum á sveitastjórnun Reykjanesbæjar. Jóhann Geirdal, oddviti, kynnti stefnuskrána á fundinum í dag og var hann ákveðinn í því að róttækar breytingar í stjórnkerfi bæjarins væru nauðsynlegar og taldi hann Samfylkinguna geta staðið að þessum breytingum nái þeir meirihluta í bæjarstjórn. Eitt helsta stoð Samfylkingarinnar í stefnuskránni voru þeirra hugmyndir um eflingu innri starf skólanna í bænum og segir Jóhann Geirdal orðrétt í grein sinni im skrána: "Það er andstætt hugsjónum Samfylkingarinnar að börnum sé mismunað. Því hefur Samfylkingin ákveðið að koma á fríum skólamáltíðum fyrir öll börn í grunnskólum Reykjanesbæjar. Þetta er háleitt og mikilvægt markmið. Þetta er markmið sem stuðlar að auknum jöfnuði og tryggir öllum börnum sama aðgang að skólunum og því sem þar er boðið uppá". Nánar má kynna sér stefnu Samfylkingarinnar á vefsíðu S-listanns sem var opnaður við stefnuskráarkynninguna í dag.


Stefnuskrá Samfylkingarinnar á vefnum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024