Laugardagur 27. maí 2006 kl. 23:01
Samfylkingin komin með flest atkvæði í Grindavík
Um 700 atkvæði hafa verið talin í Grindavík og þar hefur Samfylkingin fengið flest atkvæði eða 260 talsins (37,1%). Framsóknarflokkur hefur fengið 200 atkvæði (28,6%) og Sjálfstæðisflokkurinn 160 atkvæði (22,9%). F-listi frjálslyndra og óháðra í Grindavík rekur lestina með 80 atkvæði eða 11,4%.