Samfylkingin: Íslendingar reki Keflavíkurflugvöll
Starfshópur á vegum Framtíðarhóps Samfylkingarinnar hefur sett fram nýja skilgreiningu á öryggishugtakinu í umfjöllun um varnir landsins. Tillögur hópsins voru lagðar fram á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær.
Í tillögunum er m.a. lögð áhersla á að semja þurfi um stöðu Íslands í varnar- og öryggiskerfi NATO og Evrópu án þess að komi til uppsagnar á varnarsamningnum. Hópurinn leggur til að Íslendingar taki við rekstri Keflavíkurflugvallar og að dregið verði úr herbúnaði í Keflavíkurstöðinni þar sem ekki séu rök fyrir því að hafa meiri viðbúnað hér á landi en nauðsyn beri til. Þetta kemur fram á baksíðu Morgunblaðsins í dag.
VF-mynd/ Þorgils Jónsson