Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samfylkingin frestar vorfundi í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 5. mars 2020 kl. 09:25

Samfylkingin frestar vorfundi í Reykjanesbæ

Stjórn Samfylkingarinnar hefur ákveðið að fresta Vorfundi flokksstjórnar sem halda átti í Hljómahöll Reykjanesbæjar laugardaginn 7. mars. Ný tímasetning verður auglýst síðar.

Á vef Samfylknigarinnnar segier að ákvörðunin hafi verið tekin að vandlega athuguðu máli með stjórn Samfylkingarinnar. Þau rök vógu þyngst að Samfylkingin vill ekki skapa lýðræðishalla á fundum sem þessum þar sem teknar eru stefnumótandi ákvarðanir. Hætta er á að fólk sem er viðkvæmt fyrir smiti á kórónuveirunni COVID-19, eða á ættingja sem þannig háttar til um, veigri sér við að mæta á fundi sem þessa. Með þetta í huga var ákveðið að fresta flokksstjórnarfundi um sinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024