Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samfylkingin ekki með í yfirlýsingu um sölu á landi og auðlindum til ríkisins
Miðvikudagur 19. janúar 2011 kl. 18:26

Samfylkingin ekki með í yfirlýsingu um sölu á landi og auðlindum til ríkisins

„Þetta eru fljótfærnisleg og slæm vinnubrögð og við erum þess vegna ekki með í þessari yfirlýsingu. Hún er dæmi um vinnubrögð meirihluta Reykjanesbæjar sem við höfum gagnrýnt,“ sagði Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar á bæjarstjórnarfundi í fyrradag í umræðu um yfirlýsingu um sölu á landi og auðlindum til ríkisins. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, lagði fram yfirlýsinguna frá meirihlutanum og fulltrúa Framsóknar og vildi fá fulltrúa Samfylkingarinnar til að vera með í.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í yfirlýsingunni er lagt til að Reykjanesbær bjóði ríkinu að kaupa land og jarðauðlindir sem Reykjanesbær keypti af HS Orku til að auðlindin yrði í samfélagslegri eign. Þannig færðist hún úr sveitarfélagseign og yrði þjóðareign.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri sagði eftir fundinn í samtali við VF að ef svo færi að samningar tækjust við ríkið myndi það taka yfir skuldbindingarnar varðandi landakaupin og fengi land og auðlind í hendur.

„Þegar við ákváðum að gera þetta skipti máli að koma þessum eignum í eigu sveitarfélagsins og við skiljum ekki af hverju svona margir sem skrifuðu á undirskriftalistann telja það ekki nægilegt að sveitarfélag eigi land og auðlind. Í okkar samningi við HS Orku erum við að fá afnotagjald fyrir auðlindina, um 40 til 70 milljónir kr. árlega og það er líklega eitt hæsta auðlindagjald sem er tekið á Íslandi“.

Ítarlegri frétt í prentútgáfu VF sem kemur út á morgun, fimmtudag.