Samfylkingarþingmenn heimsóttu varnarstöðina
Þingmenn Samfylkingarinnar ásamt Guðbrandi Einarssyni oddvita A-listans heimsóttu nokkra vinnustaði hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli í gær til að ræða við starfsfólk um stöðuna og horfurnar framundan.
Farið var í heimsókn í mötuneytið, til slökkviliðsins og snjóruðningsdeildar og endað í Navy exchange. Allsstaðar var vel tekið á móti þingmönnunum og bæjarfulltrúanum og áttu gestirnir góð skoðanaskipti við starfsmenn þar sem farið var um.
Hópurinn heimsótti síðan VSFK og átti fund með Kristjáni Gunnarssyni þar sem ennfrekar var farið yfir stöðuna.
Meðfylgjandi mynd var tekin af hópnum á slökkvistöðinni.
Farið var í heimsókn í mötuneytið, til slökkviliðsins og snjóruðningsdeildar og endað í Navy exchange. Allsstaðar var vel tekið á móti þingmönnunum og bæjarfulltrúanum og áttu gestirnir góð skoðanaskipti við starfsmenn þar sem farið var um.
Hópurinn heimsótti síðan VSFK og átti fund með Kristjáni Gunnarssyni þar sem ennfrekar var farið yfir stöðuna.
Meðfylgjandi mynd var tekin af hópnum á slökkvistöðinni.