Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Samfylking leggur fram lista á fimmtudagskvöldið
Fastlega má gera ráð fyrir því að Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, leiði listann í sínu kjördæmi, Suðurkjördæmi.
Þriðjudagur 20. september 2016 kl. 06:00

Samfylking leggur fram lista á fimmtudagskvöldið

Tillaga að framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi verður lögð fyrir kjördæmisráð fimmtudagskvöld 22. september. Kjördæmisráðið mun koma saman til fundar í Reykjanesbæ þá um kvöldið.

Fyrir fundinn, sem haldinn verður í sal Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ við Víkurbraut 13, verður lögð tillaga valnefndar að framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í alþingiskosningunum 29. október 2016.

Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar verður svo á laugardag þar sem framboðslistarnir verða kynntir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024