Laugardagur 27. maí 2006 kl. 23:28
Samfylking efst í Sandgerði
Samfylkingin í Sandgerði er sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna en þeir fengu flest atkvæði allra flokka eða 285 atkvæði af 925 atkvæðum. Þeir fá tvo menn í bæjarstjórn líkt og D- og K-listi. Framsóknarflokkurinn fékk 118 atkvæði og náði einum manni inn í bæjarstjórn.