Samflot í Sandgerði
	
	Fjölbreytt dagskrá verður í  Sandgerði í dag vegna Heilsu- og forvarnarvikunnar í dag. Frá kl. 10 til 11 verður ganga og styrktaræfingar í næringarklúbbi Sandgerðis í Safnaðarheimilinu í Sandgerði.
Stafaganga með Ragnheiði Ástu verður kl 9:30 en lagt verður af stað frá Miðhúsum.
Boccia verður kl. 13 í Miðhúsum og kl. 17:40 verður opinn tími í Flott þrek í íþróttamiðstöðinni.
Samflot í Sundlauginni í Sandgerðinni verður kl 17:30.
Nánari upplýsingar um Heilsu- og forvarnarvikuna má finna hér.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				