Samfélagsmiðlar - Hvar á ég að vera?
Þóranna Jónsdóttir markaðsnörd mætir á hádegiserindi í Eldey frumkvöðlasetri þriðjudaginn 26. janúar kl. 12:00 og mun húnfara yfir helstu miðlana á markaðnum í dag og hvernig maður á að velja hvar maður á að verja tíma sínum og orku til að ná árangri í markaðssetningu á samfélagsmiðlunum.
Á maður að vera alls staðar? Hvernig get ég vitað hvaða miðil ég á að velja? Fyrirlesturinn verður stuttur og hnitmiðaður og gestum gefst tækifæri til að spyrja og fá ráðleggingar og hugmyndir sem henta þeirra fyrirtæki eða verkefni.
Þóranna Jónsdóttir er markaðsnörd og höfundur bókarinnar Marketing Untangled: The Small Business & Entrepreneur's Map Through the Marketing Jungle. Hún starfar undir merkjum Markaðsmála á mannamáli auk þess að vera partner í alþjóðlegu markaðsstofunni Make Your Mark Global. Þóranna er með MBA gráðu með áherslu á markaðsmál og hefur unnið við markaðsmál síðan í upphafi aldarinnar og vinnur í dag m.a. mikið með samfélagsmiðla á borð við Twitter, Facebook o.fl.
Eldey er að Grænásbraut 506 og boðið verður upp á léttar veitingar fyrir hádegisgesti.
Skrá þarf þátttöku hér.