Samfélagsleg yfirráð auðlinda verði tryggð
Fulltrúar kanadíska fyrirtækisins Magma Energy munu ganga á fund ráðherra í dag þar sem möguleg aðkoma ríkisins að málum fyrirtækisins verður rædd. Á stjórnarfundi Geysis Green Energy í gær var ákveðið að fresta ákvörðun um sölu á hlut fyrirtækisins í HS Orku til Magma, samkvæmt því er www.visir.is greinir frá.
Sala GGE til Magma á hlut sínum í HS Orku þýðir að þetta þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins verður nær alfarið í eigu útlendinga. Það mætir mikilli andstöðu, ekki síst hjá Vinstri Grænum. Fulltrúar fyrirtækjanna hafa boðað til kynningarfundar nú fyrir hádegi.
Í frétt visir.is kemur fram að VG í Hafnarfirði hyggist leggja fram tillögu í bæjarstjórn þess efnis þess samfélagsleg yfirráð í landi sveitarfélagsins verði tryggð. Þau mál eru á hendi opinbera hlutafélagsins Suðurlinda, sem heldur utan um náttúruauðlindir Hafnarfjarðar, Grindavíkur og Voga. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sambærileg tillaga sé væntanleg í hinum sveitarfélögunum.
Sjá nánar frétt visir.is hér