Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sameiningarviðræðum við Reykjanesbæ sjálfhætt
Fimmtudagur 12. júlí 2012 kl. 09:59

Sameiningarviðræðum við Reykjanesbæ sjálfhætt

Ósk um viðræður um möguleika sameiningu sveitarfélaganna Garðs, Sandgerðis og Reykjanesbæjar var tekin fyrir í bæjarráði Sveitarfélagsins Garðs í gær.

„Þar sem erindi bæjarráðs Reykjanesbæjar var beint til sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar og nú er ljóst að Sandgerðisbær hefur ekki áhuga á sameiningarviðræðum, teljum við því sjálfhætt. Formanni bæjarráðs falið að hafa samband við formann bæjarráðs Reykjanesbæjar vegna erindisins,“ segir í afgreiðslu meirihluta bæjarráðs sem er samþykkt með tveimur atkvæðum.

D-listinn ítrekar þá tillögu sem var samþykkt á 104. fundi bæjarstjórnar Garðs í 13. máli og var samþykkt með 5 atkvæðum gegn tveimur, að halda fund með Reykjanesbæ eins og óskað var eftir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024