Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sameiningarnefnd: Suðurnesin verði eitt sveitarfélag
Fimmtudagur 30. september 2004 kl. 14:13

Sameiningarnefnd: Suðurnesin verði eitt sveitarfélag

Tillaga um að Suðurnesin verði eitt sveitarfélag verður kynnt á fundi sameiningarnefndar sveitarfélaga í dag. Félagsmálaráðherra ásamt verkefnisstjórn um eflingu sveitarstjórnarstigsins mun kynna tillögurnar á fundi með fréttamönnum í dag. 

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er gert ráð fyrir tveggja mánaða viðræðum um tillögur nefndarinnar þar sem lögð verður áhersla á að komist verði að sameiginlegri niðurstöðu. Gert er ráð fyrir að kosið verði í apríl um tillögur nefndarinnar.

Í desembermánuði 2003 skipaði félagsmálaráðherra nefnd sem gera á tillögur um sameiningu sveitarfélaga. Starf nefndarinnar er hluti af stærra verkefni um eflingu sveitarstjórnarstigsins og starfar hún undir yfirumsjón verkefnisstjórnar, sem einnig er skipuð af ráðherra. Í verkefnisstjórn sitja Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Arnbjörg Sveinsdóttir og Hjálmar Árnason, sem er formaður.

Sameiningarnefndin skal, samkvæmt erindisbréfi, leggja fram tillögu um breytta sveitarfélagaskipan með það að markmiði að hvert sveitarfélag verði heildstætt atvinnu- og þjónustusvæði.

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024