Sameiningarmál í Víkurfréttum vikunnar
Víkurfréttir koma út á morgun, miðvikudag. Í blaði vikunnar er rætt við Guðbrand Einarsson forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Hann hefur setið 300 bæjarstjórnarfundi í Reyjanesbæ og í viðtali við Víkurfréttir ræðir hann sameiningarmál sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Karen Rúnarsdóttir ræðir það hvernig er að vera aðstandandi einstaklings með krabbamein. Í síðustu viku var viðtal við Árna Björn Ólafsson þar sem hann sagði frá baráttu sinni við krabbamein í ristli og endaþarmi. Karen er eiginkona hans og stendur þétt við bakið á manni sínum í baráttunni.
Í blaðinu er fjallað um farsann Beint í æð hjá Leikfélagi Keflavíkur.
Á íþróttasíðum er spjallað við pílukastara í Grindavík og greint frá nýjustu tíðindum í sportinu.
Fastir liðir eins og aflafréttir, menntapistill og lokaorð eru á sínum stað, auk nýjustu frétta en m.a. er greint frá niðurstöðu viðamikillar könnunar um sveitarfélög á Íslandi þar sem sérstök greining er á niðurstöðum frá Suðurnesjum.
Rafræn útgáfa blaðs vikunnar er hér að neðan. Prentuð eintök verða komin á dreifingarstaði á Suðurnesjum um hádegi á morgun, miðvikudag.