Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sameining Voga og Hafnarfjarðar: Hreppsnefnd tekur ekki formlega afstöðu
Þriðjudagur 27. september 2005 kl. 13:18

Sameining Voga og Hafnarfjarðar: Hreppsnefnd tekur ekki formlega afstöðu

Kynningarfundur vegna sameiningarkosninga Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar verður haldinn nk. fimmtudag. Kosningarnar sjálfar fara fram þann 8. október, og geta þeir sem vilja glöggva sig á málinu farið inn á vef Vatnsleysustrandarhrepps þar sem skýrsla ParX liggur fyrir í heild sinni.

Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps kom saman í síðustu viku og lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem fram hefur farið og telur að skýrslan sé góður grunnur fyrir íbúa til þess að mynda sér skoðun á þeim sameiningakosti sem fyrir liggur.
Það er skoðun hreppsnefndar að ákvörðun um sameiningu sveitarfélaga sé í höndum kjósenda og því tekur hreppsnefndin sem slík ekki afstöðu til málsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024