Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sameining þriggja sveitarfélaga á Suðurnesjum -  framlög frá Jöfnunarsjóði verði ekki minni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 12. september 2024 kl. 10:45

Sameining þriggja sveitarfélaga á Suðurnesjum - framlög frá Jöfnunarsjóði verði ekki minni

Forsenda fyrir sameiningu Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga er að reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði breytt þannig að framlög til sameinaðs sveitarfélags verði að lágmarki ekki lægri en samanlögð framlög til sveitarfélaganna í dag. Það er niðurstaða verkefnisstjórnar sveitarfélaganna þriggja sem var skipuð vegna hugsanlegra sameiningarviðræðna.

Verkefnisstjórn telur einnig nauðsynlegt að sameinað sveitarfélag fái yfirráð yfir landi í eigu ríkisins innan marka þess til jákvæðrar uppbyggingar húsnæðis og atvinnulífs. Jafnframt telur verkefnisstjórn nauðsynlegt að mótuð verði skýr stefna um bættar almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, sem taki mið af núverandi þörfum íbúa og atvinnulífs á svæðinu sem og uppbyggingu á svæðinu til framtíðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti þann 3. september að vísa tillögu um að hefja formlega viðræður við sveitarfélögin tvö, annað hvort eða bæði og skipan í samstarfsnefnd, til síðari umræðu. Vogamenn samþykktu á fundi í gær, 11. sept. að vísa sameiningarmálinu til síðari umræðu í bæjarstjórn. Suðurnesjabær hefur ekki afgreitt málið.