Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sameining REI og GGE: Vorum leiksoppar fjármálajöfra, segir Guðbrandur. Ánægjuleg þróun, segir Árni.
Miðvikudagur 3. október 2007 kl. 20:20

Sameining REI og GGE: Vorum leiksoppar fjármálajöfra, segir Guðbrandur. Ánægjuleg þróun, segir Árni.

Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy sameinast í eitt félag undir merkjum REI. Samanlagður eignarhlutur félaganna beggja í Hitaveitu Suðurnesja er 48%. Heildarhlutafé hins sameinaða félags eru rúmir 40 milljarðar króna og helstu eigendur verða Orkuveita Reykjavíkur, FL Group, Atorka Group og Glitnir. Fyrirtækin tvö sameinast þar með í þeirri miklu orkuútrás sem hvort um sig hefur staðið að víða um heim og líta til enn frekari sóknarfæra í þeim efnum.
Í tilkynningu sem félagið sendi frá sé nú síðdegis segir að  samkomulag sé á milli aðila um að einkaleyfisbundin starfsemi Hitaveitu Suðurnesja (veitukerfi sveitarfélaga) verði í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar.


Vorum leiksoppar fjármálajöfra og peð í stærra tafli
 
„Fréttir dagsins færa okkur sönnur á að Reykjanesbær með Árna Sigfússon bæjarstjóra í broddi fylkingar var eingöngu leiksoppur fjármálajöfra í þeirri ætlan sinni að leggja undir sig Hitaveitu Suðurnesja. Árni Sigfússon sagði bæjarbúum að við værum að velja okkur samstarfsaðila í Hitaveitunni en nú er komið í ljós við vorum bara peð í öðru og stærra tafli,“ sagði Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi A-lista í Reykjanesbæ, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum sínum við tíðindum dagsins.
„Þessir tveir aðilar sem nú eru að sameinast, ráða yfir tæplega 50% hlutafjár í HS og ef að það samkomulag sem virtist vera komið á milli OR og Hafnarfjarðar heldur, stjórna þeir Hitaveitunni að 2/3 hlutum.
Allt tal sjálfstæðismanna um að við verðum að leysa til okkar dreifikerfið til þess að tryggja að grunnþjónusta verði áfram í samfélagslegri eigu hljómar ansi hreint hjákátlega í ljósi fyrri athafna þeirra í þessu máli.
Gangi þetta allt eftir hefur Hitaveita Suðurnesja gengið okkur úr greipum. Var það það sem við vildum?“ spyr Guðbrandur.


Ánægileg þróun – meirihlutaeign í veitukerfunum tryggð

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og stjórnarformaður HS, sagði að við sameiningu orkufyrirtækjana tveggja vildi Reykjanesbær nota tækifærið til að styrkja enn frekar stöðu Hitaveitu Suðurnesja og verkefna á Reykjanesi.
„Þetta er ánægjuleg þróun fyrir Hitaveitu Suðurnesja og okkur í Reykjanesbæ. Þetta byggir á því að við erum að trygga meirihlutaeign Reykjanesbæjar á veitukerfunum og það er gríðarlega mikilvægt fyrir íbúana hér. Við erum ekki að gera ráð fyrir því að vera í samkeppnisrekstri, hvorki í Afríku, þar sem einræðisstjórnir geta hirt og þjóðnýtt fyrirtæki á einum degi, né í samkeppnirekstri á orkumarkaði,“ sagði Árni í samtali við VF nú síðdegis. „Við munum á næstunni kynna í Reykjanesbæ þau verkefni sem við erum að semja um við hið nýstofnaða og sameinaða fyrirtæki og það verða mjög jákvæð tíðindi,“ sagði Árni ennfremur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024