Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sameinast Kalka og Sorpa? - Garðmenn vilja fund með eigendum
Miðvikudagur 21. júní 2017 kl. 18:41

Sameinast Kalka og Sorpa? - Garðmenn vilja fund með eigendum

Stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja hefur óskað eftir afstöðu bæjarstjórna sveitarfélaganna á Suðurnesjum til hugmynda um sameiningu Kölku og Sorpu. 
 
Málið hefur verið kynnt bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs óformlega. Bæjarráð Garðs tók erindi Kölku fyrir í síðustu viku. Samþykkt var að óska eftir sameiginlegum fundi eigendasveitarfélaga um málið. Þá var frekari afgreiðslu málsins frestað.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024