Sameinast í eina stofnun á Duus torfunni?
Menningarráð Reykjanesbæjar leggur til að skoðaðir verði kostir og gallar þess að sameina í eina stofnun menningarmál, markaðs- og kynningarmál, ferðamál og atvinnumál sem yrði staðsett á Duus torfunni með framtíðaruppbyggingu í huga.
Þetta kom fram á síðasta fundi ráðsins, sem haldinn var sl. fimmtudag.