Sameinaður orkurisi á tæplega helming í HS
 Við sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy í eitt félag í gær, er komin upp sú staða að nýja félagið á tæplega helming í Hitaveitu Suðurnesja. Þá er þess skammt að bíða að þrír erlendir fjárfestar eignist líka hlut í Hitaveitunni með þátttöku í hlutafjáraukningu í nýja félaginu.
Við sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy í eitt félag í gær, er komin upp sú staða að nýja félagið á tæplega helming í Hitaveitu Suðurnesja. Þá er þess skammt að bíða að þrír erlendir fjárfestar eignist líka hlut í Hitaveitunni með þátttöku í hlutafjáraukningu í nýja félaginu. Reiknað er með að erlendu fjárfestarnir eigi allt að tuttugu og fjórum prósentum í nýja félaginu. Samkomulag er um að veitukerfin í sveitarfélögunum á Reykjanesi verði aðskilin og eigi Reykjanesbær áfram meirihluta í þeim.
Af www.visir.is


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				