Sameina Rauða kross deildirnar á Suðurnesjum
Rauði krossinn á Suðurnesjum og Rauði krossinn í Grindavík boða til stofnfundar nýrrar sameinaðrar deildar Rauða krossins á Suðurnesjum.
 Fundurinn veður haldinn þriðjudaginn 6. október 2020 kl. 20.00 að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ. 
Á fundinum verður starfsfyrirkomulag kynnt og nýjar reglur bornar til samþykktar. Allir félagsmenn eru velkomnir, segir í auglýsingu frá félögunum.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				