Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sameiginlegur skólastjóri og bæjarstjóri Garðs og Sandgerðis?
Föstudagur 6. janúar 2012 kl. 10:41

Sameiginlegur skólastjóri og bæjarstjóri Garðs og Sandgerðis?

Davíð  Ásgeirsson, bæjarfulltrúi L-listans í Garði, vill að kannað verði hversu miklum sparnaði mætti ná með því að samreka skólastjóra og bæjarstjóra með Sandgerði. Davíð lagði fram tillögu í bæjarstjórn Garðs í kjölfar samstarfssamnings um sameiginlegan skipulags- og byggingafulltrúa Garðs og Sandgerðis sem er svohljóðandi:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Fyrst svona mikill sparnaður næst með því að reka sameiginlega byggingarfulltrúa og forstöðumann íþróttahúss með Sandgerði, vill ég leggja til að forseta bæjarstjórnar verði falið að kanna hversu miklum sparnaði við náum með því að samreka skólastjóra og bæjarstjóra með Sandgerði“.

Tillaga L-listans var felld með atkvæðum D-lista en fulltrúar N-lista sátu hjá.


Myndin er samsett og sýnir Ásmund Friðriksson bæjarstjóra í Garði og Sigrúnu Árnadóttur bæjarstjóra í Sandgerði.