Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sameiginleg fræðsla og kynning hjá Kaupfélaginu og Heklunni
Skúli Skúlason og Dagný Gísladóttir. VF-mynd/pket.
Föstudagur 22. september 2017 kl. 06:00

Sameiginleg fræðsla og kynning hjá Kaupfélaginu og Heklunni

Kaupfélag Suðurnesja og Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega fræðsludagskrá í vetur sem miðar að því að auka þekkingu og samkeppnisfærni á Suðurnesjum.

Boðið verður upp á fjölbreyttar kynningar, námskeið og vinnustofur sem henta jafnt frumkvöðlum, fyrirtækjum í nýsköpun, fyrirtækjum í ferðaþjónustu, samtökum og almenningi sem vill bæta við sig þekkingu. „Eitt af markmiðum Kaupfélags Suðurnesja er að vera hreyfiafl framfara. Með fjölbreyttu fræðslustarfi fyrir almenning, samtök og atvinnulíf stuðlum við að sterkara samfélagi. Verum minnug þess að góðir hlutir gerast vegna skipulags en slæmir hlutir yfirleitt af sjálfu sér,“ segir Skúli Skúlason, formaður Kaupfélagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Undir þetta tekur Dagný Gísladóttir, verkefnastjóri hjá Heklunni, og bætir við að kynningarnar skapi jafnframt tækifæri á samtali og tengslamyndun sem sé ekki síður mikilvægt.

Enginn aðgangseyrir er á fræðslufundina sem haldnir verða í hádeginu á þriðjudögum í fundarsal Krossmóa og boðið verður upp á léttar veitingar. Hægt verður að nálgast upplýsingar um dagskrána á heklan.is og ksk.is og á samfélagsmiðlum.