Samdráttur hefur ekki mikil áhrif við Flugvelli
Tímabundinn samdráttur í ferðaþjónustu hefur ekki mikil áhrif á framkvæmdir við Flugvelli í Reykjanesbæ. Þar fyrirhuga fjölmörg þjónustufyrirtæki uppbyggingu m.a. í tengslum við bílaleigur og bílaþjónustu.
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, staðfestir í samtali við Víkurfréttir að ein bílaleiga hafi gefið út að hún vilji fresta framkvæmdum. Einhverjir eru að „draga lappirnar“ en nokkrir byrjaðir. Aðrir eru að skila inn gögnum og allt að fara á fullt.