Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 8. nóvember 2000 kl. 11:20

Samdráttur á Suðurnesjum

Salan á Fiskmarkaði Suðurnesja hefur verið afar dræm í haust, að sögn Eyjólfs Guðlaugssonar. Aflinn hefur verið tregur og tíðin slæm. Lítið af þorski hefur komið inn á markaðinn vegna þess að bátarnir eru komnir meira í bein viðskipti. Frá þessu var sagt í Fiskifréttum. Á fyrstu tveimur mánuðum fiskveiðiársins, frá septemberbyrjun til októberloka, seldust tæplega 2200 tonn af fiski á Suðurnesjamarkaðinum, samanborið við tæplega 2900 tonn á sama tíma í fyrra. Það er 25% samdráttur. Þótt meðlverð hafi aukist úr 101 kr/kg í 112 kr/kg milli ára, dugar það ekki til að vega upp samdrátt í magni, þannig að heildarverðmæti minnkuðu úr 290 millj. kr. í 245 millj. eða um 16%. Meðalverð af slægðum þorski hækkaði úr 166 kr/kg í 185 kr/kg milli ára, en óslægðum úr 154 kr/kg í 165 kr/kg. Alls nam þorsksala á markaðinum þessa tvo mánuði, 387 tonnum samanborið við 513 tonn í fyrra. Fjórir af hverjum fimm þorskum voru seldir óslægðir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024