Samantekt kosningaúrslita á Suðurnesjum: Sviptingar og dramatík á kosninganótt.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ, E-listinn í Vogum, N-listinn í Garði, F-listinn í Grindavík og Samfylking í Sandgerði eru sigurvegarar kosninganna á Suðurnesjum í gær.
Sögulegt tíðindi urðu í Vogum þegar E-listinn felldi 16 ára meirihluta H-listans nokkuð sannfærandi, N-listinn í Garði felldi sömuleiðis sitjandi meirihluta, F-listinn í Grindavík náði inn manni og í Reykjanesbæ vann Sjálfstæðisflokkurinn stórsigur með því að hljóta sjö bæjarfulltrúa af ellefu.
Í Sandgerði fékk nýtt framboð Samfylkingar flest atkæði og tóku einn mann af K-lista, sem hefur verið í stjórn í 20 ár samfleytt. Óvíst er með meirihlutasamstarf í Sandgerði á þessari stundu en Samfylking hefur boðið Sjálfstæðismönnun upp í dans.
Annars urðu úrslit í sveitarfélögunum á Suðurnesjum þessi:
Reykjanesbær:
A-listi hlaut 34,11% atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa. Tapar einum manni.
D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 57,89% atkvæða og sjö bæjarfulltrúa. Bætir við sig manni.
F-listi frjálslyndra fékk 2.09% atkvæða.
R-listi fékk 0.59% atkvæða.
V-listi Vinstri-grænna fékk 5,31% atkvæða
Þessir þrjú framboð ná ekki inn manni.
Bæjarfulltrúar verða þessir, raðað eftir sætum:
1. Árni Sigfússon (D)
2. Guðbrandur Einarsson (A)
3. Böðvar Jónsson (D)
4. Björg Guðjónsdóttir (D)
5. Eysteinn Jónsson (A)
6. Steinþór Jónsson (D)
7. Sigríður Jóna Jóhannesdóttir (D)
8. Sveindís Valdimarsdóttir (A)
9. Þorsteinn Erlingsson (D)
10. Ólafur Thordersen (A)
11. Garðar K Vilhjálmsson (D)
Sjá nánari útlistun hér á kosningavef RUV:
http://www.ruv.is/heim/innlendar/kosningar/stadir_2006/tolur-2006-2000/
Grindavík:
B-listi Framsóknarflokks hlaut 28,41% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa eins og áður.
D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 25.39% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa eins og áður.
F-listi Frjálslyndra og óháðra hlaut 11,87 atkvæða og nær inn einum manni.
S-listinn Samfylkingar hlaut 34.32% atkvæða og tvo bæjarfullrúa. Tapar einum manni.
Bæjarfulltrúar verða þessir, raðað eftir sætum:
1. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir (S)
2. Hallgrímur Bogason (B)
3. Sigmar Eðvarsson (D)
4. Garðar Páll Vignisson (S)
5. Petrína Baldursdóttir (B)
6. Guðmundur L. Pálsson (D)
7. Björn Haraldsson (F)
Sjá nánari útlistun hér á kosningavef RUV:
http://www.ruv.is/heim/innlendar/kosningar/stadir_2006/tolur-2006-2300/
Garður:
N-listi hlaut 52,99% atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa.
F-listi hlaut 47,01% atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa.
Bæjarfulltrúar verða þessir, raðað eftir sætum:
1. Oddný G. Harðardóttir (N)
2. Ingimundur Þ. Guðnason (F)
3. Laufey Erlendsdóttir (N)
4. Einar Jón Pálsson (F)
5. Brynja Kristjánsdóttir (N)
6. Ágústa Ásgeirsdóttir (F)
7. Arnar Sigurjónsson (N)
Sjá nánari útlistun hér á kosningavef RUV:
http://www.ruv.is/heim/innlendar/kosningar/stadir_2006/tolur-2006-2504/
Sandgerði:
B-listi hlaut 12,92% atkvæða og einn bæjarfulltrúa. Tapar einum manni.
D-listi hlaut 28,81% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa. Bætir við sig manni.
K-listi hlaut 27.05% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa. Tapar einum manni.
S-listi hlaut 31.22% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa.
Bæjarfulltrúar verða þessir, raðað eftir sætum:
1. Ólafur Þór Ólafsson (S)
2. Sigurður Valur Ásbjarnarson (D)
3. Óskar Gunnarsson (K)
4. Guðrún Arthúrsdóttir (S)
5. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir (D)
6. Ingþór Karlsson (K)
7. Haraldur Hinriksson (B)
Sjá nánari útlistun hér á kosningavef RUV:
http://www.ruv.is/heim/innlendar/kosningar/stadir_2006/tolur-2006-2503/
Vogar:
E-listi hlaut 57,70% atkvæða og fjóra menn í bæjarstjórn
H-listi hlaut 42,30 atkvæða og þrjá menn.
Bæjarfulltrúar verða þessir, raðað eftir sætum:
1. Birgir Örn Ólafsson (E)
2. Inga Sigrún Atladóttir (H)
3. Inga Rut Hlöðversdóttir (E)
4. Sigurður Kristinsson (H)
5. Hörður Harðarson (E)
6. Anný Helena Bjarnadóttir (E)
7. Íris Bettý Alfreðsdóttir (H)
Sjá nánari útlistun hér á kosningavef RUV:
http://www.ruv.is/heim/innlendar/kosningar/stadir_2006/tolur-2006-2506/