Samæfing björgunarsveita í Sandgerði og Garði
Björgunarsveitirnar Sigurvon Sandgerði og Ægir Garði héldu á laugardaginn sameiginlega æfingu þar sem farið var yfir nokkra þætti sem björgunarsveitir þurfa að geta tekist á við, má þar nefna leit þar sem m.a. var notast við hunda, skyndihjálp, rötun o.fl. Um 30 manns tóku þátt í æfingunni sem tóks í alla staði mjög vel.
Björgunarsveitirnar eru að skipuleggja fleiri æfingar til að þjálfa mannskapinn enn betur til að vinna saman með öðrum og einnig til að efla samstarf þessara nágranna sveita.
Myndirnar tóku björgunarsveitirnar á æfingunni um sl. helgi.