Sama loft í Reykjanesbæ og Sandgerði?
– Umhverfisstofun svarar Sandgerðisbæ
Umhverfisstofnun hefur svarað Sandgerðisbæ vegna erindis um loftgæðismál. Bæjarstjóranum í Sandgerði var á dögunum falið að senda viðeigandi ríkisstofnunum erindi þess efnis að setja upp loftgæðamælingar við veðurratsjá á Miðnesheiði til að fylgjast með loftgæðum á Rosmhvalanesi.
Samkvæmt svari Umhverfisstofnunar má ætla að mæling á loftgæðum og loftmengun muni verða fullnægjandi fyrir íbúa Sandgerðis með uppsetningu mælis í Reykjanesbæ.