Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Saltmagn í neysluvatni yfir eðlilegu marki að mati íbúa Hafna
Laugardagur 21. maí 2005 kl. 10:22

Saltmagn í neysluvatni yfir eðlilegu marki að mati íbúa Hafna

Íbúafundur bæjarstjórans í Reykjanesbæ fór fram í Höfnum í gærkvöld. Mjög góð mæting var og höfðu flestir eitthvað til málanna að leggja. Enda tilgangur fundanna að íbúar fái færi á bæjarstjóranum og geti sagt honum í persónu hvað þeim finnst um fyrirhugaðar framkvæmdir.

Árni Sigfússon kynnti meðal annars breytingar á skipulagi Hafna. Þar bar hæst útboð á lóðum sem og hvað gera ætti í internet málum. En ekki er boðið upp á háhraða internet tengingu á svæðinu. Þá kvörtuðu íbúar um gæði neysluvatnsins á svæðinu en að sögn þeirra er saltmagnið yfir eðlilegu marki. Fjölskyldur í bænum væru illa farnar eftir notkun vatnsins og mátti sjá á húð þeirra að eitthvað væri að. Hvort það væri neysluvatnið sjálft eða lagnirnar inn í húsin vildi bæjarstjórinn ekki fullyrða um.

VF-mynd-Margrét

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024