Saltfiskþjófar í Grindavík
Lögreglunni í Keflavík var í nótt tilkynnt um tvo menn sem voru að bera saltfisk í pokum út úr fyrirtækinu Stakkavík í Grindavík. Starfsmaður kom að mönnunum þar sem þeir voru með poka í höndunum á leið út í bifreið sína. Þegar mennirnir urðu varir við starfsmanninn hlupu þeir út í myrkrið og skildu bifreið sína eftir, en í henni mátti sjá fleiri poka af saltfiski. Lögreglan í Keflavík lagði hald á bifreiðina.