Salt frá Túnis
Vegfarendur um Grindavíkurhöfn í gær veittu eftirtekt stórum hvítum pokum sem skipað upp á hafnarbakkann úr stóru skipi sem þar lá við festar. Skipið heitur Bente og var að koma með salt frá Túnis, alls 1100 tonn sem aðallega voru fyrir fyrirtækin Vísi og Þrótt.
Þetta er í fyrsta skipti sem þetta skip kemur til Grindavíkur. Salt frá Túnis hefur verið notað í auknum mæli í Grindavík að undanförnu, segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar.
Mynd/www.grindavik.is