Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 15. nóvember 2002 kl. 12:08

Sálræn skyndihjálp kennd í Reyhkjanesbæ á morgun

Reykjanesbær á réttu róli í samstarfi við við Samsuð (samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) efna til námskeiðs fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva á Suðurnesjum laugardaginn 16. nóvember 2002. Námskeiðið hefst kl 16:00 og verður haldið í Kjarna í Reykjanesbæ.

Starfsfólki félagsmiðstöðva verður kennd sálræn skyndihjálp og mikilvægi þess að vera til staðar þegar ungmennin þarfnast þess.

Sr Carlos Ari Ferrer sóknarprestur í Tjarnaprestakalli og leiðbeinandi hjá Rauðakross Íslands í sálrænni skyndihjálp mun kenna á námskeiðinu.

Samsuð vill koma á framfæri sérstökum þökkum til forvarnarverkefnisins Reykjanesbæjar á réttu róli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024