Salka á flot á morgun

 Kafarar hafa unnið að því í dag að þétta Sölku GK 97 þar sem hún liggur á botni Sandgerðishafnar. Búið er að loka gati á síðu bátsins sem opnaðist við árekstur Ránar GK frá Grindavík. Salka var bundin við bryggju þegar Rán sigldi á hana um helgina. Salka sökk á örskammri stund.
Kafarar hafa unnið að því í dag að þétta Sölku GK 97 þar sem hún liggur á botni Sandgerðishafnar. Búið er að loka gati á síðu bátsins sem opnaðist við árekstur Ránar GK frá Grindavík. Salka var bundin við bryggju þegar Rán sigldi á hana um helgina. Salka sökk á örskammri stund.
Um hádegisbil á morgun er von á öflugum kranabíl til að hífa Sölku af hafsbotni. Þegar hún er komin að yfirborðinu verður dælt úr henni og á Salka þá að fljóta að nýju.
Myndirnar voru teknar í Sandgerði síðdegis. VF-myndir: Hilmar Bragi





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				