Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sálin í Stapa laugardagskvöld
Föstudagur 16. desember 2011 kl. 18:49

Sálin í Stapa laugardagskvöld

Sálverjar á stokk í Stapanum í Njarðvík á morgun laugardagskvöld. Langt er liðið síðan Sálin lék í Stapanum, enda gekk húsið nýlega í gegnum gagngerar breytingar og er nú orðið sem nýtt. Sálverjar minnast skemmtilegra gigga í Stapa og er tilhlökkun í Sálverjum yfir því að koma aftur í Stapann og verður þar að sjálfsögðu öllu til tjaldað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Aldurstakmark verður 20 ár og forsala er í Skóbúðinni í Keflavík fram á föstudagskvöld en annars verður miðasala við innganginn.

VF-mynd/Hildur Björk: Stefán Hilmarsson í aksjón á balli á Suðurnesjum í fyrra. Nú mætir kappinn og félagar hans í Stapann.