Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Salerniskjarni rís á Garðskaga
Garðskagi er vinsæll ferðamannastaður.
Mánudagur 13. mars 2017 kl. 09:38

Salerniskjarni rís á Garðskaga

Óskað hefur verið eftir byggingaleyfi fyrir salerniskjarna sem rísa á í viðbyggingu við byggðasafnið á Garðskaga. Í byggingunni verður einnig starfsmannaaðstaða.
 
Sveitarfélagið Garður sækir um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Byggðasafnið á Garðskaga og samþykkt var á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar Garðs að fela byggingarfulltrúa að afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdanna.
 
Salerniskjarninn verður þannig að hann getur verið opinn þó svo þjónusta á byggðasafninu sé lokuð og nýtist þannig ferðamönnum sem gista á tjaldstæðinu á Garðskaga og hópum sem t.a.m. koma í norðurljósaferðir seint að kvöldi yfir vetrarmánuði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024