Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Salbjörg og Jón hrepptu nýjan Peugeot
Miðvikudagur 3. janúar 2007 kl. 09:47

Salbjörg og Jón hrepptu nýjan Peugeot

Dregið hefur verið í árlegu jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur. Aðalvinningurinn var bifreið af gerðinni Peugeot 205 og kom hún í hlut þeirra Salbjargar Björnsdóttur og Jóns Snævar. Tíu miðar fólu í sér 20” United LCD sjónvarpstæki og komu þau á miða með eftirtöldum númerum: 39, 143, 958, 692, 1120, 1202, 799, 836, 1336, 1006*

Árni Einarsson, formaður fjáröflunarnefndar Lions, þakkar íbúum þann góða stuðning sem þeir hafa sýnt happdrættinu nú sem endranær en ágóðinn af því rennur til líknar- og góðgerðarmála.

Mynd: Árni Einarsson afhenti Salbjörgu og Jóni nýja Peugeot bifreið í gær. VF-mynd:elg

*(númer birt með fyrirvara um prentvillur)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024