Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sala fasteigna hægir á íbúafjölgun á Ásbrú
Unnið að gróðursetningu á Ásbrú.
Miðvikudagur 21. júní 2017 kl. 12:10

Sala fasteigna hægir á íbúafjölgun á Ásbrú

Flutningi á Heiluleikskólanum Háaleiti hefur verið frestað um eitt ár. Eins og kynnt var á skólaslitum Háaleitisskóla stóð til að flytja Heilsuleikskólann Háaleiti í annað húsnæði í sumar, vegna væntanlegrar mikillar og skyndilegrar íbúafjölgunar á Ásbrú, og nýta núverandi húsnæði leikskólans í þágu yngstu nemenda grunnskólans. Þetta kemur fram í tilkynningu skólastjórnenda Háaleitisskóla til foreldra og forráðamanna barna í Háaleitisskóla á Ásbrú
 
„Nú hefur verið tekin ákvörðun um að seinka flutningnum um allt að 1 ár þar sem forsendur hafa breyst og útlit fyrir að íbúafjölgun á Ásbrú verði hægari en upphaflega var gert ráð fyrir. Aðal ástæða þessa er að nýir eigendur íbúðarhúsnæðis að Ásbrú hafa ákveðið að selja stóran hluta íbúða í stað þess að leigja og það mun væntanlega hægja talsvert á flutningi nýrra íbúa inn á svæðið,“ segir í tilkynningunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024