Saknar þú veiðibúnaðar?

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum lýsir eftir einhverjum sem gæti saknað veiðiklæðnaðar og veiðibúnaðar. Munum þessum mun líklega hafa verið stolið í innbroti á aðfararnótt laugardags, en eigandi hefur ekki enn tilkynnt um missinn.
Þeir sem telja sig geta átt munina eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 420 1800.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				