Sakaður um að vera drukkinn er bátur sökk í Sandgerðishöfn
Skipstjóri hefur verið ákærður í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot á áfengis- og siglingalögum þegar hann sigldi stálbátnum Rán GK91 inni í Sandgerðishöfn í október á síðasta ári og hafnaði að lokum á öðrum bát með þeim afleiðingum að sá bátur sökk.
Skipstjórinn á Rán er sakaður um að hafa verið drukkinn þegar hann sigldi inni í höfnina en samkvæmt ákæru mældist 0,7 prómíl í blóði hans.
Þegar skiptstjórinn ætlaði að leggjast að bryggjunni sigldi hann á stefni trébátsins Sölku sem er 33 tonna bátur, sem sökk í kjölfarið. Skipstjóri Ránar flúði síðan vettvang í kjölfarið.
Ekki liggur fyrir hvort hinn ákærði hafi játað brotið en málið var þingfest í gær. Því var svo frestað til 21. desember.
Vísir.is greinir frá.