Sagnastund á Garðskaga laugardaginn 14. janúar kl. 15:00
Áformað er að efna til sagnastunda í veitingahúsinu Röstinni og Byggðasafninu á Garðskaga 14. janúar 2023. Byggðasafnið verður opið. Á veitingahúsinu má fá drykki og léttar veitingar. Allir velkomnir og ekki aðgangsgjald. Sagnastund hefst klukkan 15:00.
Laugardaginn 14. janúar 2023 verður sagt frá atburði sem varð í aprílmánuði 1998 þegar flotkví sem dráttarbátur var að reyna að draga til landsins sleit sig lausa og rak langan veg suður í haf. Um var að ræða stærri flotkvík Vélsmiðju Orms og Víglundar. Varðskip náðu loks tökum á kvínni eftir margra sólahringa baráttu. Áhafnarmenn af varðskipinu Óðni, þar með skipherra Óðins við þessa björgun, koma á Garðskaga og segja frá björguninni í máli og myndum.
Heiðursgestur sagnastundarinnar verður Ásgeir Hjálmarsson frumkvöðull að uppbyggingu Byggðasafnsins og aðstöðu á Garðskaga. Hann fagnar 80 ára afmæli nú um stundir.
Svo er áformað að efna til sagnastunda laugardagana 11. febrúar, 11. mars, 15. apríl og 13. maí 2023. Síðar verður greint frá dagskrá þá daga.
Áhugamenn um sagnastundir á Garðskaga.