Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sagði kannabis vera kryddjurtir
Föstudagur 15. nóvember 2013 kl. 10:52

Sagði kannabis vera kryddjurtir

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í íbúðarhúsnæði í umdæminu í gærkvöld. Lögreglumenn fóru í húsleit að fengnum úrskurði Héraðsdóms Reykjaness.  Í einu herbergi húsnæðisins voru kannabisplöntur á mismunandi stigum ræktunar innan um kryddjurtir sem notaðar voru til matseldar á heimilinu. Að auki fundu lögreglumenn kannabis sem búið var að klippa niður og hassköggul. Húsráðandi  viðurkenndi eign sína á efnunum og kvað eiginkonuna hafa staðið í þeirri trú að hann væri einungis að rækta matjurtir í herberginu, þar sem kannabisneysla hans fór jafnframt fram.

Þá var farið í húsleit í öðru húsnæði í vikunni, að fengnum dómsúrskurði. Þar fannst lítilræði af kannabis. En einnig voru í íbúðinni ummerki um sölu, dreifingu og neyslu fíkniefna, bæði kannabis og hvítra efna.

Loks var tvítugur ökumaður færður á lögreglustöð, þar sem sýnatökur staðfestu að hann hafði neytt kannabisefna.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024