Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sagan við strandlengjuna
Fimmtudagur 19. nóvember 2009 kl. 15:47

Sagan við strandlengjuna

Myndasýning í Duushúsum

Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur tekið saman myndir sem sýna brot úr atvinnusögu bæjarins. Þær eru til sýnis sem glærusýning í Bátasal Gríms Karlssonar í Duushúsum.

?Myndirnar spanna yfir eina öld, þar má m.a sjá fallegar myndir af nýja göngustígnum sem liggur meðfram ströndinni frá í Innri–Njarðvík að smábátahöfninni í Gróf. Meðal annars eru myndir af gömlu hleðslunni sem Símon Eiríksson hlóð meðfram sjónum um aldamótin 1900 og einnig eru myndir af nýju sjóvarnargörðunum sem gerðir voru um hundrað árum seinna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndirnar liggja einnig frammi í möppu í Duushúsum þar sem óskað er eftir að íbúar skrifi nöfn við fólk og staði.


Myndasýningin er hluti af verkefni sem Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur staðið fyrir á undanförnum árum, þar sem leitað er til íbúa bæjarins um upplýsingar um staði og nöfn á fólki í ljósmyndasafni Reykjanesbæjar.


Duushúsin eru opin alla virka daga frá kl. 11:00 – 17:00, um helgar kl. 13:00 – 17:00 ?Enginn aðgangseyrir.