Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Saga Sparisjóðsins á haugana?
Föstudagur 1. apríl 2011 kl. 10:44

Saga Sparisjóðsins á haugana?

Eftir samruna Sparisjóðsins og Landsbankans undir merkjum Landsbankans hafa merkingar Sparisjóðsins verið teknar niður og skilti Landsbankans sett upp í staðinn.

En hvað verður svo um gömlu skiltin sem mörg hver hafa verið uppi í áratugi? Athugull lesandi sendi okkur meðfylgjandi myndir. Þar má sjá mölbrotið ljósaskilti frá Sparisjóðnum í endurvinnslustöð í Helguvík. Er verið að henda sögu Sparisjóðsins á haugana? Eru munir sem eiga heima á byggðasafninu á leið í endurvinnslu?

Uppfært kl. 12:15
Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum hefur engum skiltum eða öðrum munum frá Sparisjóðnum verið hent á haugana eftir sameiningu Sparisjóðsins og Landsbankans. Skiltið á umræddum myndum var í geymslum Sparisjóðsins í Keflavík og var hent á dögunum, þar sem skiltið var ónýtt. Þetta skilti prýddi á sínum tíma aðalstöðvar Sparisjóðsins í Keflavík þegar hann var við Suðurgötu í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024