Saga sjávarútvegs í Duushúsum
Byggðasafn Reykjanesbæjar stendur fyrir fræðslufundi í Duushúsum miðvikudaginn 19. nóvember kl. 20:30. Gestur kvöldsins er Jón Þ. Þór sagnfræðingur og mun hann kynna rannsóknir sínar á byggðasögu og sögu sjávarútvegs. Eftir Jón liggur fjöldi ritverka, skemmst er að minnast útgáfu byggðasögu Hafnahrepps "Hafnir á Reykjanesi" sem út kom sl. vor en áður hafði hann m.a. samið sögu Grindavíkur.
Saga sjávarútvegs hefur verið Jóni hugstæð og er nú um þessar mundir að koma út annað bindið í ritverki hans um sögu sjávarútvegs, "Uppgangur og barningur".
Penninn - Bókabúð Keflavíkur verður með bækur Jóns á tilboðsverði á staðnum. Heitt kaffi á könnunni og allir velkomnir.
Saga sjávarútvegs hefur verið Jóni hugstæð og er nú um þessar mundir að koma út annað bindið í ritverki hans um sögu sjávarútvegs, "Uppgangur og barningur".
Penninn - Bókabúð Keflavíkur verður með bækur Jóns á tilboðsverði á staðnum. Heitt kaffi á könnunni og allir velkomnir.