Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 16. september 1999 kl. 15:45

SAGA KEFLAVÍKUR, ÞRIÐJA BINDI KOMIÐ ÚT

Saga Keflavíkur, þriðja bindi, er komið út. Í tilefni ástandsins í lögreglunni þótti tilvalið að fjalla um vandræði sem fyrsti lögreglumaðurinn í Keflavík lenti í fyrir 64 árum. Fyrsti lögregluþjónninn í Keflavík hét Lárus Salómonsson og hóf hann störf vorið 1935. Lárus var annálaður kraftajötunn og glímukappi og ekki ósennilegt að þessir eiginleikar hafi öðrum fremur tryggt honum starfið. Ekki geta nútímalögregluþjónarnir kvartað sé eftirfarandi frásögn rétt en hún birtist í Alþýðublaðinu um skemmtanalok í samkomuhúsinu Draugnum í Keflavík. Orðrétt segir í bókinni: „Á laugardagskvöldið urðu einhver verstu slagsmál í Keflavík, sem menn muna þar. Æstir og drukknir menn réðust á lögregluþjóninn Lárus Salómonsson og börðu hann, rifu af honum fötin, slitu kylfuna af honum og eltu hann heim til hans og börðu hann þar , eftir að hann hafði símað til Reykjavíkur og kvatt lögregluþjóna þaðan til aðstoðar.“ Lárus hætti störfum að u.þ.b. ári liðnu, af alveg sérstökum ástæðum. Lárus Salómonsson annálaður kraftajötunn Fyrsta lögreglustöðin í Keflavík
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024