Saga HSS rituð
Í tilefni þess að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á 50 ára afmæli á þessu ári, þann 18. nóvember næstkomandi, hefur framkvæmdastjórn ákveðið að láta skrifa sögu stofnunarinnar. Samið hefur verið við Gylfa Guðmundsson, fráfarandi skólastjóra, um að skrifa þessa merku sögu. Hann mun hefjast handa fljótlega og er áætlað að verkið komi út í sumarbyrjun 2005. Gylfi mun án efa leita fanga víða og ekki hvað síst í minni ýmissa núverandi og fyrrverandi starfsmanna HSS sem hafa verið þátttakendur í sögunni fyrr og nú.
Frétt tekin af vef Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
VF-mynd/ úr safni