Saga Akraness víti til varnaðar
Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ, lagði fram bókun á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar nýverið um fyrirhugaða útgáfu sögu Keflavíkur. Með bókuninni ítrekar hún spurningu sína um kostnað við fyrirhugaða útgáfu bókarinnar.
„Málið virðist vera þannig vaxið að hér sé meirihlutinn að fara að ráðast í verkefni án þess að fyrir liggi kostnaðaráætlun. Það eru að sjálfsögðu engin vinnubrögð. Rétt er að geta þess hér að svona verkefni, kostnaðurinn við svona bókaútgáfu, hefur tilhneigingu til að fara fram úr áætlunum. Má þar nefna útgáfu um sögu Akraness sem dæmi. Ég vil því ítreka fyrirspurn mína og ætti meirihlutinn nú að hafa haft nægan tíma til að vinna svarið,“ segir Margrét í bókuninni.