Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Safnkennsluefni tekið í gagnið
Föstudagur 7. september 2007 kl. 11:36

Safnkennsluefni tekið í gagnið

Byggðasafnið á Garðskaga hefur látið hanna og vinna safnkennsluefni fyrir þá nemendur sem heimsækja safnið ásamt kennurum sínum. Kennsluefnið var unnið af Kristjönu Kjartansdóttur sem afhenti það í gær formlega til notkunar.

Sérkennsluefnið er ætlað nemendum á öllum aldurstigum en þó einkum yngsta og miðstigi grunnskólans, enda er í Aðalnámskrá grunnskóla aðallega vísað til þess aldurshóps varðandi heimabyggðina og nánasta umhverfi nemenda. Þau verkefni sem ætluð eru yngsta stigi gunnskólans henta einnig vel elstu nemendum leikskólans.

Verkefnin í safnkennsluefninu eru til þess fallin að dýpka skilning nemenda á því sem fyrir augu ber á safninu og auka áhuga þeirra. Verkefnin miðast flest við að kennslan hefjist í skólanum, haldi síðan áfram á safninu og ljúki þegar komið er til baka í skólann. Efnis skiptist í einstaklings- og samvinnuverkefni og fara nemendur um alla hluta safnsins í leit að munum til að skoða, teikna og skrá upplýsingar um. Efnið verður aðgengilegt til skoðunar á útprentunar á tölvutæku formi á heimasíðu Garðs www.sv-gardur.is.

Mynd. Kristjana Kjartansdóttir afhenti Ásgeiri Hjálmarssyni safnkennsluefnið formlega í gær. VF-mynd: elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024