Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Safnar fé til rannsókna á blóðkrabbameini
Laugardagur 1. mars 2008 kl. 14:16

Safnar fé til rannsókna á blóðkrabbameini

Nú stendur yfir á netinu söfnun fjármuna til að halda áfram þróun á lækningu við blóðkrabba. Það er Suðurnesjakonan Álfhildur Guðlaugsdóttir sem stendur fyrir söfnuninni fyrir Leukemia & Lymphoma Society.  Þeir stefna að því að það verði búið að finna 100% lækningu á blóðkrabba fyrir árið 2015.  Fjármagnið rennur til þeirra.

Söfnunarverkefnið er sérstakt en því má kynnast á vefslóðinni: http://www.active.com/donate/hfdmd/hfdAGudlau

„Ég tek þátt í þessari fjáröflun til minningar um skólafélaga minn Margeir Margeirsson. Margeir lést ungur að aldri úr hvítblæði. Fjáröflunin er einnig til heiðurs föðurbróður mínum Tómasi Tómassyni en hann greindist nýlega með hvítblæði.

Það eru margir sem eru að berjast við blóðkrabbamein. Þetta er mín leið til þess að reyna að leggja eitthvað að mörkum. Vonandi verður fundin lækning við öllum tegundum blóðkrabba í nánustu framtíð.

Ég er að biðja um aðstoð ykkar við þessa fjáröflun. Þið getið notað kredit eða debit kort hérna á síðunni (http://www.active.com/donate/hfdmd/hfdAGudlau)
 til þess að leggja ykkar að mörkum. Margt smátt gerir eitt stórt! Ég þakka ykkur kærlega fyrir. Kíkið við af of til og sjáið hverning mér gengur. Sjáumst!“, segir Álfhildur á vefsvæði sínu.

Einnig hefur verið stofnuð bók hjá Sparisjóðinum í Njarðvík. Undir kennitölu: 1406683549 - Hún heitir: Söfnun v/blóðrannsókna og númerið er 1109-05-412136


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024